Eyrnabólga og Hor
Jæja þá er litla konan okkar komin með eyrnabólgu, hún er nú samt öll að hressast en búin að vera frekar mikið lasin. Svona er þetta þegar maður byrjar hjá dagmömmu.
Andrea vinkona kom í heimsókn til okkar í dag, ekkert smá gaman að hitta hana loksins. Verið nú dugleg að skrifa okkur kveðju því okkur finnst það svo rosa gaman.
1 Comments:
eyrnabólgusamúðarkveðjur úr Ofanleitinu. Björgvin Haukur fékk einmitt eyrnabólgu eftir að hann byrjaði hjá dagmömmu en hann var ótrúlega harður af sér og hristi hana af sér eftir nokkur skipti. Vona að sætasta stelpan í vesturbænum verði jafn hörð.
Post a Comment
<< Home