Snjókallar
Þegar snjórinn kom um daginn var þotið út með Heklu og Úlfi. Þau voru að búa til snjókall og vildi hún nú ekki mikið vera lengi í snjónum og samt prófa smá. Hún er mikið farin að leika með dúkkur og bangsa og eru sum þeirra komin með nafn sem hún kallar þau. Hún leggur þau í rúmið, gefur þeim að drekka og borða, stingur upp í þau snuðið og kyssir þau, alveg rosa sætt. Svo komst hún í varalit frá mömmu sinni og auðvita þurfti hún að setja soldið á sig og fannst henni hún voða fín, VÁá heyrðist í henni.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home