Megamix
Jæja kæru vinir og fjölskylda, við viljum byðjast afsökunar á því hversu lengi við höfum sett eitthvað hér inn en nú verður úr því bætt ;)
Honduras dagar eru liðnir hér á Framabraut, Julio og Íris fóru á föstudaginn og er mikill söknuður, en við hittum þau vonandi brátt aftur og þá í Honduras.
Á morgun byrjar Elísabet Narda á leikskólanum Dvergasteini og hún er svo tilbúin að byrja, við fórum í heimsón þangað um daginn og eftur það spyr hún á hverjum morgni hvort að hún megi fara á leikskólann.
Myndamixið hér fyrir neðan er nú bara svona ýmislegt sem við erum búin að vera gera undanfarna daga og vikur. Við fórum t.d í sumarbústað í Selvík í nokkra daga ov það var ekkert smá gaman, hún uni sér vel í sveitinni, jafnt úti og inni. þar var leikherbergi sem henni fannst mjög gaman að vera í, hún hélt mikið kaffiboð, lagði mjög pent á borð og bauð upp á kaffi, mjög virðulegt.
Svo skáluðum við stelpurnar auðvita í pottinum, bara svona eins og alvöru gellur gera ;)
Það vara farið í skoðunarferð upp í Skálholt.
Já það er búið að vera voða mikið stuð hjá okkur upp á síðkastið.
Nú er bara veturinn að kikka inn og tökum við vel á móti honum.
1 Comments:
Hugsa svo oft til hennar á leikskólanum. Dvergasteinn er sko Besti (með stóru b-i) leikskóli í heimi geimi. Hvað þær voru yndislegar og uppbyggilegar alltaf þegar Kjartan var að kjúklingast þarna. Eðal manneskjur þarna á ferð.
Er ekki allt að virka vel? Hringi bara í ykkur fljótlega.
Post a Comment
<< Home