Elísabet Narda

Hola...bienvenidos a mi blog. Gracias por visitarme, vuelvan pronto.

Sunday, June 24

Loksins gott veður

Við erum búin að eiga frábæra helgi, á laugardag fórum við í dagsferð upp í Húsafell með Afa og Ömmu, stoppuðum á nokkrum stöðum á leiðinni. Fórum í pikknikk og auðvita þurfti hún að kasta steinum í Hvítá, svo þegar við settumst niður til að borða nestið þá vildi hún endilega fara og kasta fleiri steinum en við vildum bara aðeins tjilla og þá sagði hún : "en mamma þeir eru svo rosalega þyrstir" við gátum nú ekki neitað því, þetta var voða krúttlegt.
Enduðum svo daginn með grilli hjá Kára, Andreu og Hraftinnu, sátum úti til 23, það var svo svakalega gaman hjá okkur.


Þær héldu tónleika og sungu "Bjarnastaðarbeljurnar"





Hér er hún búin að finna þyrstu steinana, sem urðu bara að fá vatn og það strax.


Að henda þeim út í og kveðja þá.


Við Hraunfossa.


Í Hvalfirðinum.




Jæja nú verður þetta síðasta færslan áður en við förum til Honduras, við förum núna á fimmtudaginn og (m)amma ætlar að fara með okkur. En við lofum því að vera dugleg að blogga á meðan við erum úti. Við verðum i 3 vikur, komum heim 21/7.
Biðjum að heilsa í bili, hasta la pronto ; )

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ
þetta eru ekkert smá flottar myndir, varð að kasta á ykkur kveðju, góða ferð og hafið það sem allrabest í Hondúras
luv Freyja

Wednesday, 27 June, 2007  
Anonymous Anonymous said...

Elsku fjölskylda og amma. Var að hugsa til ykkar í Honduras. Vona að allir haldi heilsu og viss um að þetta verður ferðin ykkar. Kærar kveðjur langt langt í burtu til ykkar. Hlakka til að sjá myndir. Vonandi sem fyrst ;-).

Friday, 29 June, 2007  

Post a Comment

<< Home