Loksins loksins
Afsakið hvað við erum búin að vera löt að setja inn myndir, en hér kemur smá syrpa af því sem við erum búin að vera bralla undanfarna daga.
Amma gaf henni rosa flottann búning fyrir öskudaginn og vildi Dagur endilega hjálpa henni í hann. Það var rosa stuð í kvöld þegar Dóra og Dagur komu í mat, alltaf svo gaman að fá þau í heimsókn.
Dóra gaf henni rosa flott Hello Kitty vesti, og hún er ekkert smá ánægð með það.
Að baða sig, það er aldrei leiðinlegt.
1 Comments:
Oh, en flottur búningur frá ömmu, hann er æði!!
Og mikið er Elísabet Narda fín í vestinu!!
Knús frá
Evu, Eldari og Sögu litlu
Post a Comment
<< Home