Öskudagur
Það var ekkert smá gaman að fá að fara í búning í leiskólann, hún væri til í það á hverjum degi. Þetta var mikið fjör og var kötturinn sleginn úr tunnunni og kom snakk út úr honum. Svo var pylsupartý eftir það. Það voru allir í búningum líka leikskólakennararnir, hér er hún með Dóru (Línu langskokk) og Lindu (fín frú) og Ásdís eldhúskona fyrir aftan.
Og daginn eftir vildi hún bara fara í búninginn aftur í leiksólann, ég þurfti að tala hana til til að fá hana í sín venjulegu föt.
2 Comments:
hæ hó
erum á leiðinni heim, komum 22 mars, hlökkum geegt til að hitta ykkur, og ég tala ekki um hvað oliver er spenntur að hitta elísabetu, hver segir að arranged sambönd virki ekki??? oliver er búinn að kaupa hring og allt :) í hverju ætlar þú að vera allý?? þegarað við gefum börn okkar saman??
Æ sæta sæta þú ert æði í prinsessu búningnum!!
Það var svo gaman að fá þig í klippingu og að fá að hitta Dag frænda og ömmu. Vonandi hittumst við fljótt aftur.
Knus og kossar sæta stelpa
Arndís
Post a Comment
<< Home