Tölvu Nörda
Fórum í 3 ára afmæli til Elenu sem á heima á Stokkseyri, það var soldið mikið gaman að fara þangað því hún á svo mikið af dýrum, Elísabet Narda varð nú smá skelkuð við hundinn Tinna.
Saga Eldarsdóttir kom í fyrstu heimsóknina og Elísabetu Nördu fannst það mjög spennandi og talar hún um að gefa Sögu allt smábarnadótið sitt, hún finnur eitthvað nýtt á hverjum degi og segir:Mamma ég ætla að gefa Sögu þetta
Voða sætt:-)
Hún rústaði pabba sínum í singstar, söng "Í leikskóla er gaman" efnileg söngkona á ferð.
Henni finnst ekkert smá gaman að hoppa í sófanum, og er hann oft notaður sem rennibraut.
Andrea,Kári og Hrafntinna besta vinlona hennar komu í mat síðustu helgi. Það er alltaf rosa mikið stuð þegar Hrafntinna kemur, hún fékk meira að segja lánuð náttföt og kúruðu þær smá saman.
Ekki fleiri myndir í bili en ég skal lofa að vera duglegri. Elísabet Narda ætti auðvita að gera þetta bara sjálf, hún er jú tölvu nörda.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home