Elísabet Narda

Hola...bienvenidos a mi blog. Gracias por visitarme, vuelvan pronto.

Saturday, November 18

Fyrstu tónleikarnir










Jæja þá er maður búin að syngja á fyrstu tónleikunum. Á degi íslenskrar tungu var leikskólinn Dvergasteinn með tónleika í Borgarbókasafninu. Þetta var allt mjög virðulegt og sungu yngstu börnin "upp upp upp á fjall" voða sætt. Það heyrðist nú ekki mikið í þeim þar sem þau voru alveg hissa á þessu öllu saman. En mikið var maður nú stoltur af sínum unga.
Um daginn kom Dagur í heimsókn og var mikið fjör hjá þeim öllum, Hekla vinkona kom upp og lék með þeim. Svo kom Sara dóttir maríu dagmömmu líka í heimsókn með Maríu og Gabríel og mikið var nú gaman að hitta þau öll.
Hún fékk nýjan útigalla og vildi endilega vera í honum inni og var eins og lítill eskimói.