Elísabet Narda

Hola...bienvenidos a mi blog. Gracias por visitarme, vuelvan pronto.

Monday, February 26

Öskudagur











Það var ekkert smá gaman að fá að fara í búning í leiskólann, hún væri til í það á hverjum degi. Þetta var mikið fjör og var kötturinn sleginn úr tunnunni og kom snakk út úr honum. Svo var pylsupartý eftir það. Það voru allir í búningum líka leikskólakennararnir, hér er hún með Dóru (Línu langskokk) og Lindu (fín frú) og Ásdís eldhúskona fyrir aftan.
Og daginn eftir vildi hún bara fara í búninginn aftur í leiksólann, ég þurfti að tala hana til til að fá hana í sín venjulegu föt.

Wednesday, February 14

Loksins loksins


Afsakið hvað við erum búin að vera löt að setja inn myndir, en hér kemur smá syrpa af því sem við erum búin að vera bralla undanfarna daga.






Amma gaf henni rosa flottann búning fyrir öskudaginn og vildi Dagur endilega hjálpa henni í hann. Það var rosa stuð í kvöld þegar Dóra og Dagur komu í mat, alltaf svo gaman að fá þau í heimsókn.



fórum í heimsókn til Vigdísar frænk sem passaði hana þegar hún var lítil, kisan þeirra var að eignast kettlinga, ekkert smá mikil krútt og hún var ekkert hrædd við þá, annað en mamma hennar :-)



Dóra gaf henni rosa flott Hello Kitty vesti, og hún er ekkert smá ánægð með það.



Fórum í mat til afa og ömmu síðustu helgi og Dagur kom líka, það er alltaf rosa gaman þegar Dagur kemur í heimsókn frá London. Og auðvita skemmtilegast að leika með afa.



Að baða sig, það er aldrei leiðinlegt.