Elísabet Narda

Hola...bienvenidos a mi blog. Gracias por visitarme, vuelvan pronto.

Sunday, June 24

Loksins gott veður

Við erum búin að eiga frábæra helgi, á laugardag fórum við í dagsferð upp í Húsafell með Afa og Ömmu, stoppuðum á nokkrum stöðum á leiðinni. Fórum í pikknikk og auðvita þurfti hún að kasta steinum í Hvítá, svo þegar við settumst niður til að borða nestið þá vildi hún endilega fara og kasta fleiri steinum en við vildum bara aðeins tjilla og þá sagði hún : "en mamma þeir eru svo rosalega þyrstir" við gátum nú ekki neitað því, þetta var voða krúttlegt.
Enduðum svo daginn með grilli hjá Kára, Andreu og Hraftinnu, sátum úti til 23, það var svo svakalega gaman hjá okkur.


Þær héldu tónleika og sungu "Bjarnastaðarbeljurnar"





Hér er hún búin að finna þyrstu steinana, sem urðu bara að fá vatn og það strax.


Að henda þeim út í og kveðja þá.


Við Hraunfossa.


Í Hvalfirðinum.




Jæja nú verður þetta síðasta færslan áður en við förum til Honduras, við förum núna á fimmtudaginn og (m)amma ætlar að fara með okkur. En við lofum því að vera dugleg að blogga á meðan við erum úti. Við verðum i 3 vikur, komum heim 21/7.
Biðjum að heilsa í bili, hasta la pronto ; )

Wednesday, June 13

Jæja já loksins myndir

Hér kemur mjög þétt syrpa, ég veit að ég hef verið löt að skrifa en mér finnst eins og engin sé að skoða bloggið okkar því það koma engin comment, svo ég spyr, er einhver þarna ???

Í fínu kisuregnkápunni sinni, ekkert smá ánægð með þig.

Hún vildi endilega kaupa Bjarkar diskinn þegar við vorum í bókabúðinni, fannst þetta eitthvað voða spennandi cover, pabbi hennar keypti diskinn fyrir hana og hún hlustaði með mikilli athygli en gafst upp eftir 2 lög en skoðar oft diskinn og finnst Björk í mjög flottum búning.


Talandi um búninga þá finnst henni ekki leiðinlegt að klæða sig upp í einn slíkan.


Fórum í sveitaferð upp í Grjóteyri með leikskólanum og var það alveg ofsalega skemmtilegt, hún var alveg æst í að fá að fara á hestbak en þegar nær var komið þá vildi hún nú ekki sleppa takinu af mér, er ekki mikið fyrir að snerta dýrin, bara soldið eins og mamma sín sem er nú ekki þekkt fyrir mikla dýragleði.

Það vor fullt af gömlum traktorum sem krakkarnir fengu að prófa, rosa spennandi.


Í turninum með henni Grímu, þær eru saman á deild.


Rennibrautin var eiginlega lang vinsælust í sveitaferðinni.


Fórum í brunch með Sögu sætu.


Sáum kisu upp á þaki þegar við vorum að fara í mat til ömmu og afa og þurfti hún endilega að sýna babyborn(já dúkkan heitir því frumlega nafni) kisuna.


Með Heklu vinkonu, þær voru mikið að kríta fyrir utan húsið. Miklir listamenn hér á ferð.


Sonja að kenna henni að blása sápukúlur.


Held að þetta hafi verið það mesta sem hún snerti eitthvað dýr þarna í sveitinni, verð nú að segja að það er meira en ég gerði.


Með Önnu Kamillu vinkonu sinni.


Jæja þá er það ekki meira í bili en endilega segið mér ef þið eruð þarna eða eigum við bara að hætta þessu ?
Kveðja