Búningaleikur og Leikhús









Elísabet Narda ELSKAR að klæða sig í búning, hmmmm hvaðan ætli hún hafi það?; )
Hún er oft búin að dressa sig upp og setja á sig varalit og er á leið í bæjarferð eða í kaffiboð. Skrítið þar sem við förum aldrei í bæinn né í kaffiboð ;))
Við fórum í leikhús síðustu helgi að sjá Skoppu og Skrítlu með ömmu og fannst henni ekkert smá gaman, sat alveg kjurr og fylgdist með, meira segja söng litalagið með. Hún segir á hverjum degi núna, "mamma, mannstu þegar við fórum í leikhúsið" voða sætt.
Hún er orðin svo dugleg að tala og er farin að geta spjallað um allr sem geðist á leikskólanum. T.d hver er lasin og hver átti afmæli, og veit meira að segja þegar fóstrunar eru veikar eða eiga afmæli. Með allt svona á hreinu, minnir mig á eina góða konu sem er mjög skyld henni. Kveðja til ykkar og endilega sendið okkur kveðju.